EN

6. september 2021

Inntaka nýrra nemenda í hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ

Inntaka nýrra nemenda í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer fram föstudaginn 10. september nk. í Kaldalóni í Hörpu. Munu umsækjendur þar spreyta sig á 1. og 3. þætti Sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra. Strokkvartett skipaður hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur, leiðara, Gunnhildi Daðadóttur, 2. fiðlu, Þórarni Má Baldurssyni, víólu og Steineyju Sigurðardóttur, selló, ásamt nemendum Akademíunnar frá því í fyrra á píanó, leika hljómsveitarpartinn í inntökuprófinu.

Að inntökuprófinu loknu verður valið úr umsækjendum til áframhaldandi þátttöku í akademíunni í vetur. Fyrsta vinnuhelgi Akademíunnar fer síðan fram á laugardegi 12. september og sunnudegi 12. september kl. 10-14.

Allar nánari upplýsingar um Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands veitir Hjördís Ástráðsdóttir með netfangið hjordis.astradsdottir@sinfonia.is.