EN

22. september 2021

4.000 grunnskólabörn heimsækja Sinfóníuna

Harpa iðar af lífi þessa dagana þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti 4.000 grunnskólabörnum. Á tónleikunum fræðir Stjörnu-Sævar unga fólkið um himingeiminn af sinni alkunnu snilld og hljómsveitin leikur fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem sækir innblástur í undur jarðar.