Fréttasafn
2021 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti

Hljómsveitarstjóra-akademían 2021 - umsóknarfrestur til 23. ágúst
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir áhugasömum nemendum til að stunda hljómsveitarstjóranám ungmenna í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra. Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram föstudaginn 27. ágúst nk. í Kaldalóni í Hörpu þar sem unnið verður með tvo þætti (fyrsta og þriðja) úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert undir stjórn Evu Ollikainen. Til undirbúnings þurfa nemendur að kynna sér vel fyrsta og þriðja þátt úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, bæði hljóðrit og raddskrá. Hægt er að hlaða raddskrám af verkum utan höfundarréttar niður af netinu t.d. á imslp.org.
Lesa meira
Kornilios Michailidis ráðinn staðarhljómsveitarstjóri
Gríski hljómsveitarstjórinn Kornilios Michailidis hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021–22. Michailidis stjórnaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í maí síðastliðnum og hlaut frammistaða hans mikið lof hljómsveitar og áheyrenda.
Lesa meira

Nýr samningur um Klassíkina okkar
Framúrskarandi söngvarar, leikarar, kórar og hljóðfæraleikarar sameinast í veislunni undir stjórn Daníels Bjarnasonar og flytja landsmönnum marga af gimsteinum leikhústónlistar sem hljómað hafa í leikhúsum og menningarhúsum landsins á síðustu áratugum.
Lesa meira
Tryggðu þér áskrift
Nýtt og fjölbreytt starfsár 2021/22 hefur verið kynnt til leiks hér á vef hljómsveitarinnar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Endurnýjun áskrifta og sala Regnbogakorta stendur yfir hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.
Lesa meira

Laus staða leiðara í flautudeild
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í flautudeild hljómsveitarinnar frá og með haustinu 2021. Umsóknarfrestur er til 12. júlí og verður hæfnispróf haldið 8. september 2021 í Hörpu.
Lesa meira
Laus staða mannauðsstjóra
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.
Lesa meira
Aðalfundur Vinafélagsins
Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn í fundarherberginu Vísu á 1. hæð í Hörpu, föstudaginn 11. júní 2021 kl. 16:00. Til að hafa yfirsýn yfir væntanlegan fjölda fundargesta eru þeir sem ætla að sækja fundinn beðnir um að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@sinfonia.is.
Lesa meira
Kosning hafin í Klassíkin okkar
Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt? Kosning er hafin á vinsælasta laginu úr íslenskri leiksýningu gegnum árin, en sjöttu tónleikarnir undir yfirskriftinni Klassíkin okkar verða haldnir í Eldborg þann 3. september nk., þar sem athyglinni verður beint að leikhústónlist. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og Þjóðleikhússins.
Lesa meira
Sinfónían tekur þátt í samfélagsverkefni
Nokkrir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands taka þátt í samstarfsverkefninu Korda Samfóníu, sem er ný 35 manna hljómsveit samsett af nemendum Listaháskóla Íslands og skjólstæðingum Hugarafls og Starfs- endurhæfingastöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja ásamt hjóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum í Eldborg næstkomandi föstudagskvöld undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths.
Lesa meira