EN

7. júní 2021

Laus staða mannauðsstjóra

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að skipulögðum og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og brennandi áhuga á mannauðsmálum.

Mannauðstjóri ber ábyrgð á mótun og framkvæmd mannauðsstefnu SÍ, framkvæmd kjarasamninga, ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk, yfirumsjón með framkvæmd starfsmannasamtala og samskiptamála starfsfólks, umsjón með ráðningum og móttöku nýrra hljóðfæraleikara, stjórnenda og starfsfólks SÍ, yfirumsjón með hæfnisprófum og ábyrgð á fræðslu starfsfólks, aðkoma að árlegri starfsáætlun og vinnuáætlun og samskipti við starfsmenn Hörpu sem tengjast starfsmannamálum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, farsæla reynsla af mannauðsmálum, stjórnun og stefnumótun, góða þekking á kjaramálum, framúrskarandi samskiptahæfni og leiðtogahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í starfi, góða skipulagshæfni og gott vald á íslensku- og ensku í ræðu og riti.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.