EN

4. júní 2021

Aðalfundur Vinafélagsins

Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn í fundarherberginu Vísu á 1. hæð í Hörpu, föstudaginn 11. júní 2021 kl. 16:00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Til að hafa yfirsýn yfir væntanlegan fjölda fundargesta eru þeir sem ætla að sækja fundinn beðnir um að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@sinfonia.is í síðasta lagi 10. júní.