EN

17. ágúst 2021

Hljómsveitarstjóra-akademían 2021 - umsóknarfrestur til 23. ágúst

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir áhugasömum nemendum til að stunda hljómsveitarstjóranám ungmenna í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra. Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram föstudaginn 27. ágúst nk. í Kaldalóni í Hörpu þar sem unnið verður með tvo þætti (fyrsta og þriðja) úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert undir stjórn Evu Ollikainen. Til undirbúnings þurfa nemendur að kynna sér vel fyrsta og þriðja þátt úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, bæði hljóðrit og raddskrá. Hægt er að hlaða raddskrám af verkum utan höfundarréttar niður af netinu t.d. á imslp.org. 

Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng og náð 16 ára aldri (lokið grunnskólagöngu).

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að í Hljómsveitarstjóra-akademíunni og getur hljómsveitin því ekki lofað öllum umsækjendum sæti. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á Hjördísi Ástráðsdóttur fræðslustjóra á netfangið hjordis.astradsdottir@sinfonia.is fyrir miðnætti mánudaginn 23. ágúst nk.

Í póstinum þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • Hljóðfæri sem umsækjandi leikur á
  • Námsstaða: Hvar er umsækjandi staddur í sínu námi
  • Tónlistarskóli þar sem umsækjandi sækir nám

Inntaka nýrra nemenda í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ 2021 í Kaldalóni fer fram föstudaginn 27. ágúst kl. 15-17. Nemendur stjórna fyrsta og þriðja kafla úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert undir leiðsögn Evu Ollikainen.

Strengjakvartett skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands annast tónlistarflutning í inntöku nýmena auk nemenda sem voru í Akademíunni í fyrra sem leika málm- og tréblásararaddir á sitt hvorn flygilinn.