EN

22. júní 2021

Tryggðu þér áskrift

2021

Það óhætt að segja að eftirvæntingin eftir næsta starfsári hafi sjaldan verið meiri en nú. Dagskráin er afar fjölbreytt og metnaðarfull og kemur hljómsveitin víða við. Boðið er upp á litríka blöndu af sígildum hljómsveitarverkum, einleikskonsertum, samtímatónlist og óperutónlist, auk fjölbreyttra fjölskyldutónleika. Hljómsveitin fær sem fyrr til liðs við sig innlenda og erlenda listamenn í fremstu röð.

Áskrifendur eru hvattir til að endurnýja við fyrsta tækifæri. Hægt er endurnýja áskriftir hér á vefnum á einfaldan hátt eða í miðasölu Hörpu, í síma 528-5050.