EN

7. desember 2021

Hljómsveitarstjóraefni stjórna Debussy og Beethoven

Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið í fullum gangi í vetur og í morgun var komið að því að hljómsveitarstjóraefnin fengju tækifæri til að stíga á stjórnendapallinn og stjórna sjálfri Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, heldur utan um akademíuna.

Þátttakendur í Akademíunni að þessu sinni eru þau Hrafnkell Karlsson, Helga Diljá Jörundsdóttir, Karl Friðrik Hjaltason, Stefan Sand Groves, Páll Viðar Hafsteinsson og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir.