EN

17. nóvember 2021

Hraðprófs krafist á tónleika

Í samræmi við núgildandi sóttvarnareglur er nú gerð krafa um að gestir framvísi neikvæðu hraðprófi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eða þá neikvæðu pcr-prófi eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, ekki eldra en 180 daga. Eldborg er skipt upp í þrjú sóttvarnahólf og er grímuskylda á tónleikum.

Hraðpróf gilda í 48 klst. og eru þau gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram í hraðpróf.

Hlé er á tónleikum samkvæmt venju en engin veitingasala er í hléi. Fatahengi eru staðsett í hverju sóttvarnahólfi. Mikilvægt er að mæta tímanlega á tónleikana og framvísa niðurstöðum hraðprófs.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum: 


Utan höfuðborgarsvæðis: