Hraðprófs krafist á tónleika
Í samræmi við núgildandi sóttvarnareglur er nú gerð krafa um að gestir framvísi neikvæðu hraðprófi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eða þá neikvæðu pcr-prófi eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, ekki eldra en 180 daga. Eldborg er skipt upp í þrjú sóttvarnahólf og er grímuskylda á tónleikum.
Hraðpróf gilda í 48 klst. og eru þau gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram í hraðpróf.
Hlé er á tónleikum samkvæmt venju en engin veitingasala er í hléi. Fatahengi eru staðsett í hverju sóttvarnahólfi. Mikilvægt er að mæta tímanlega á tónleikana og framvísa niðurstöðum hraðprófs.
Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum:
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurlandsbraut 34; hradprof.covid.is
- Covidtest, Kleppsmýrarvegi 8; www.covidtest.is
- Covidtest, Hörpu, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara; www.covidtest.is – athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18
- Öryggismiðstöðin, við Kringluna; www.testcovid.is
- Öryggismiðstöðin, BSÍ; www.testcovid.is
Utan höfuðborgarsvæðis: