EN

Tsjajkovskíj og Shostakovitsj

í beinu myndstreymi hér á vef hljómsveitarinnar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
11. okt. 2018 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.800 kr.
Horfa

Japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji er Íslendingum að góðu kunn, en hún hefur tvívegis leikið á sumarhátíðinni Midsummer Music í Hörpu. Árið 1999 varð hún yngsti sigurvegari í sögu Paganini-keppninnar og þar með voru örlög hennar ráðin. Í dag ferðast hún um heiminn með Stradivarius-fiðluna sína og heillar áheyrendur hvert sem hún fer. Á þessum tónleikum leikur hún einn dáðasta fiðlukonsert allra tíma, þann sem Tsjajkovskíj samdi árið 1878 handa elskhuga sínum, fiðluleikaranum Josef Kutek. Ástríðuþrungnar hendingar í bland við stef sem minna á rússnesk þjóðlög gera konsertinn að ógleymanlegri upplifun.

Stjórnandi tónleikanna er hinn finnski Klaus Mäkelä, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sýnt að hann er einn eftirtektarverðasti hljómsveitarstjóri Norðurlanda um þessar mundir. Glitrandi forleikur Bernsteins að óperettunni Candide er viðeigandi upptaktur að tónleikunum enda er öld liðin frá fæðingu Bernsteins haustið 2018. Tíunda sinfónía Shostakovitsj er eitt hans vinsælasta verk enda hefur hún bæði að geyma ofsafengna dramatík og innilega ljóðrænu. Þetta var fyrsta sinfónían sem tónskáldið samdi eftir lát Stalíns vorið 1953 og margir heyra í verkinu uppgjör við þann örlagaríka tíma. Shostakovitsj á að hafa sagt að annar þátturinn væri „mynd af Stalín í tónum“, en hvað sem því líður er tónlistin einstaklega áhrifamikil. 

Tónleikarnir verða teknir upp í mynd og streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar ásamt því að vera útvarpað beint á Rás 1.

Sækja tónleikaskrá