EN

Sæunn Þorsteinsdóttir

Staðarlistamaður

Sæunn Þorsteinsdóttir er afar eftirsóttur einleikari um heim allan og stórblaðið The New York Times hefur kallað leik hennar „afar grípandi“.

Hún stundaði m.a. nám í Cleveland og New York (Juilliard) og hefur verið fastagestur í Carnegie Hall. Hún leikur einleik og kammertónlist jöfnum höndum og hefur m.a. komið fram með Fílharmóníusveitinni í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit breska útvarpsins (BBC) og Fílharmóníusveit norður-þýska útvarpsins (NDR) auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands.Hún kenndi um árabil sellóleik og kammertónlist við Washinghton-háskóla í Seattle en hefur störf við Cincinnati College Conservatory í Ohio í haust.

Sæunn hefur unnið náið með tónskáldum á borð við Daníel Bjarnason, Pál Ragnar Pálsson, Halldór Smárason, Þuríði Jónsdóttur og Meliu Watras og frumflutt fjölda verka. Hún hljóðritar fyrir Sono Luminus og túlkun hennar á einleikssvítum Bach kemur út á einleiksplötu í febrúar 2023.