EN

Steinar Logi Helgason

Kórstjóri

Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar.

Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var ásamt Cantoque Ensemble tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.