EN

Kolbrún Völkudóttir

Einsöngvari á táknmáli

Kolbrún Völkudóttir hefur komið fram á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar mörg undanfarin ár. Kolbrún syngur á táknmáli og er túlkun hennar og flutningur öllum eftirminnilegur sem hann sjá enda er útgeislun hennar einstök. Kolbrún hefur sungið víða og meðal annars komið fram sem táknmálstúlkandi á Eurovision-keppninni í Svíþjóð auk þátttöku sinnar í Jólasöngvum Langholtskirkju um árabil.