EN

Víkingur leikur Mozart

Uppselt er á tónleikana

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
30. nóv. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
Horfa

Víkingur Heiðar Ólafsson nær sífellt nýjum hæðum í listinni og nýr hljómdiskur hans hjá Deutsche Grammophon þar sem hann leikur píanóetýður Philips Glass hefur fengið frábærar viðtökur. Nú leikur hann píanókonsert Mozarts í c-moll, saminn árið 1786 þegar tónskáldið stóð á hátindi frægðar sinnar, um sama leyti og Brúðkaup Fígarós varð til. Þetta tilfinningaþrungna verk er meðal hinna bestu sem meistarinn festi á blað og var jafnframt eitt þeirra verka sem hvað mest áhrif höfðu á hinn unga Beethoven.

Hin kraftmiklu hljómsveitarverk Richards Strauss eru með því glæsilegasta sem samið hefur verið fyrir sinfóníuhljómsveit. Eitt þeirra er Ein Heldenleben (Hetjulíf) frá árinu 1898, þar sem Strauss dregur upp mynd af sjálfum sér sem eins konar ofurmenni sem sigrast á mótlæti heimsins. Þessi stórbrotna tónsmíð gerir kröfu um risavaxna hljómsveit og hefur ekki heyrst á Íslandi í meira en áratug. Nú hljómar verkið í túlkun Dima Slobodeniouk sem sló eftirminnilega í gegn með Sinfóníunni í fyrra og er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti. 

Uppselt er á tónleikana en þeir verða teknir upp í mynd og streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar.

Sækja tónleikaskrá