EN

Ross Jamie Collins

Hljómsveitarstjóri

Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins er ungur að árum en hefur þegar vakið athygli í tónlistarheiminum fyrir framúrskarandi tónlistarhæfileika og persónutöfra, en hann starfar nú undir handarjaðri Esa-Pekka Salonen við Sinfóníuhljómsveitina í San Fransisco og hefur aðstoðað hann með öðrum hljómsveitum beggja vegna Atlantsála samhliða framhaldsnámi sínu við Colburn-konservatoríið í Los Angeles. Ross lærði hljómsveitarstjórn frá unga aldri við fótskör hins mikla, finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula, sem kennt hefur mörgum af þeim finnsku hljómsveitarstjórum sem látið hafa til sín taka í tónlistarheiminum síðust ár og nægir þar að nefna nöfn á borð við Klaus Mäkilä og Santtu-Matias Rouvali.  Ross Jamie Collins þreytti  frumraun sína með Philharmonia-hljómsveitinni í Lundúnum í maí 2022, en stjórnar á komandi ári einnig hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveitina í San Fransisco og Fílharmóníusveitina í Turku í Finnlandi.