EN

Daníel Bjarnason: Bow to String

Daníel Bjarnason samdi Bow to String fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur lok fyrsta áratugar þessarar aldar, en Sæunn hafði óskað eftir verki fyrir einleiksselló frá tónskáldinu. Eins og Daníel segir sjálfur frá, fjölgaði þó sellóröddunum verkinu á meðan á samningu þess stóð, svo til varð tónverk sem nýtti sér nútímaupptökutækni til fulls: Sellóleikarinn skapar einskonar sellósveit úr margra rása upptöku af sjálfum sér, og leikur svo einleik með þeirri upptöku. Í þeirri mynd kom verkið út á geisladiski Daníels, Processions, árið 2010 og hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sama ár sem tónverk ársins, auk þess sem Daníel var valinn tónskáld ársins við sama tilefni. Upptakan hlaut frábærar viðtökur og átti ríkan þátt að vekja athygli á tónsmíðum Daníels víða um heim. Hún varð til að mynda einskonar kveikja að gjöfulu samstarfi tónskáldsins við Fílharmóníusveit Los Angeles, en það samstarf stendur enn með miklum blóma. Verkið hélt þó áfram að þróast og til urðu nokkrar aðrar útgáfur af því  til flutnings við mismunandi aðstæður, til að mynda ein fyrir selló og kammersveit, önnur fyrir selló og 46 strengjahljóðfæri, og sú þriðja fyrir selló og fullskipaða sinfóníuhljómsveit.

Bow to string er þremur köflum. Sá fyrsti nefnist Sorrow conquers Happiness, en titill og meginstef hans eru sótt í vídeóverk Ragnars Kjartanssonar, Guð, frá 2007, þar sem listamaðurinn birtist gervi snyrtilegs crooner-­söngvara með hljómsveit og syngur fullyrðinguna titlinum aftur og aftur af tregablandinni fágun. Hjá Daníel er yfirbragðið allt annað – kaflinn er knúinn áfram af linnulausri hljómrænni og rytmískri spennu, þráhyggjukennd hlaup sellósins fikra sig upp og niður tónsviðið af vaxandi örvæntingu, uns meginstefið fær útrás af hvíslandi ákefð. Í þáttunum tveimur sem á eftir fylgja, Blood to Bones og Air to Breath fikrar verkið sig „úr hávaða kyrrð, frá hinu jarðneska til hins loftkennda,“ eins og tónskáldið lýsir því  – miðkaflinn byggir á fíngerðu strengjaplokki einleikarans léttri og dulúðugri umgjörð hljómsveitarinnar, en lokakaflanum fær sellóið að syngja af angurværð sem er fislétt og hugul senn.