EN

Daníel Bjarnason

Hljómsveitarstjóri

Daníel Bjarnason stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi frá 2004–2007 og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn. 

Daníel hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníuhljómsveitirnar í Los Angeles og New York, Sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Winnipeg, Melbourne og Adelaide, Sinfóníuhljómsveit BBC í Skotlandi, Residentie-hljómsveitina, Ulster-hljómsveitina, Britten-sinfóníuna og Sinfóníettuna í Kraká. Hann hefur starfað með fjölmörgum stjórnendum svo sem Gustavo Dudamel, James Conlon og John Adams auk þess að eiga samstarf við ýmsar hljómsveitir á borð við Sigur Rós, Hjaltalín og Efterklang. 

Daníel var á árunum 2015–2018 staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og starfar áfram reglubundið með hljómsveitinni.

Daníel stjórnaði vorið 2015 óperunni Peter Grimes eftir Britten, sem var samstarfsverkefni SÍ, Íslensku óperunnar og Listahátíðar í Reykjavík og hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þátt sinn í verkefninu. Daníel hefur gefið út þrjá hljómdiska hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community, Processions (2010), Solaris (2012) og Over Light Earth (2013). 

 

Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri

Óperan Brothers, sem var frumsýnd í Árósum í agúst 2017, var sýnd af Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, í júní 2018 á Listahátíð í Reykjavík. Nýr fiðlukonsert eftir Daníel sem var pantaður af Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles og Sinfóníuhljómsveit Íslands, var frumfluttur af Pekka Kuusisto og fyrrnefndu sveitinni undir stjórn Gustavos Dudamel í Hollywood Bowl í apríl 2017 og hlaut frábærar viðtökur. Konsertinn verður fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar 2019.

Daníel var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2015–2018 og starfar áfram náið með hljómsveitinni.