Julia Hantschel
Óbóleikari
Julia Hantschel ólst upp í Aachen í Þýskalandi. Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í Freiburg (Breisgau), Síbelíusarakademíuna í Helsinki og í Tónlistarháskólann í Basel þar sem aðalkennari hennar var Emmanuel Abbühl. Á námsárum sínum kom hún fram með hinum ýmsu hljómsveitum í Sviss og Þýskalandi, ásamt því að taka þátt í Southbank Sinfonia í London í einn vetur. Á árunum 2015–2017 vann Julia í Hyogo Performing Arts Center Orchestra (HPAC) í Japan og hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hún starfaði sem fyrsti óbóleikari í Wärmlandsóperunni um skeið. Julia hefur verið leiðandi óbóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2018 og hefur komið fram sem einleikari með Bachcollegium Freiburg, Kammerorchester Basel, Southbank Sinfonia London og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Um konsertinn segir Julia: „Þegar ég var að byrja að læra á óbó átti ég nokkra geisladiska með óbótónlist sem ég hlustaði á daginn út og daginn inn. Einn þeirra var „Virtuose Oboenkonzerte“ sem innihélt óbókonsert Bachs í d-moll með Heinz Holliger. Þannig að hann á sérstakan stað í hjarta mínu og það er mér mikill heiður að spila konsertinn núna, mörgum árum síðar, með samstarfsmönnum mínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands.“
