EN
  • Osmo Vanska stjórnar Mahler nr. 2

Mahler nr. 2 á Listahátíð

Listahátíð í Reykjavík

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
1. jún. 2018 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
Horfa

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Listahátíð í Reykjavík hljómar Upprisusinfónía Mahlers sem er ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma. Hljómsveitin er risastór og nýtur sín til fulls í tignarlegum hápunktum, auk þess kallar Mahler til leiks tvær söngkonur og blandaðan kór. Osmo Vänskä þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýverið hljóðritað sinfóníuna með Minnesota-hljómsveitinni. 

Mótettukór Hallgrímskirkju er í fremstu röð íslenskra kóra og kemur hér fram í stækkaðri mynd eins og hæfir þessari risavöxnu sinfóníu. Þessir tónleikar eru stórviðburður sem enginn unnandi sinfónískrar tónlistar má missa af. 

Söngkonurnar sem hér koma fram eru í fremstu röð á heimsvísu. Christiane Karg hefur um árabil vakið aðdáun fyrir silkimjúka og tæra sópranrödd sína, er fastagestur við Covent Garden og La Scala-óperuhúsin og hefur tvívegis unnið til hinna virtu Echo Klassik-verðlauna. Bandaríska mezzósópran-söngkonan Sasha Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans.

Flutningur á sinfóníunni tekur 90 mínútur án hlés.

Uppselt er á tónleikana en þeir verða í beinni útsendingu á Rás 1 og verða jafnframt teknir upp í mynd og streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar.

Sækja tónleikaskrá