EN

Sasha Cooke

Einsöngvari

Bandaríska mezzósópran-söngkonan Sasha Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans. Hún hefur nýverið komið fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago undir stjórn Riccardos Muti, auk þess sem hún söng einsöngshlutverkið í sinfóníu nr. 1 eftir Bernstein með Concertgebouw-hljómsveitinni og með Philadelphia-hljómsveitinni í Carnegie Hall. Þá hefur hún nýverið hljóðritað Upprisusinfóníu Mahlers með Minnesota-hljómsveitinni undir stjórn Osmo Vänskä.

Sasha Cooke hefur sungið inn á fjölmarga geisladiska, m.a. sönglög Liszts fyrir Hyperion-útgáfuna ásamt píanistanum Julius Drake. Það væri of langt mál að telja allar þær framúrskarandi hljómsveitir sem hún hefur sungið með, en meðal þeirra eru sinfóníuhljómsveitirnar í Boston, New York og San Francisco, auk þess sem hún hefur sungið á tónlistarhátíðum víða um heim. Sasha Cooke stundaði nám við Rice-háskóla í Texas og við Juilliard-skólann í New York.