EN

20. apríl 2022

Á fjórða þúsund á skólatónleikum

Hátt í 2.000 nemendur heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg á skólatónleikum í dag og von er á öðrum eins fjölda næstkomandi föstudag. Fluttir voru þrír þættir úr Plánetunum eftir Gustav Holst; Mars, Júpíter og Úranus og kynnti Sævar Helgi Bragason um leið pláneturnar þrjár í máli og myndum og voru tónleikarnir táknmálstúlkaðir. Hljómsveitarstjóri var Emilia Hoving.

Við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá þau sem oftast á tónleikunum okkar.