EN

28. mars 2022

Raddæfingar hafnar hjá Ungsveitinni

Valið hefur verið í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir prufuspil sem fram fóru í síðustu viku. Hljómsveitarnámskeiðið fer fram í haust og lýkur með tónleikum þann 25. september undir stjórn Kornilios Michailidis. Í dag hófust hins vegar raddæfingar ólíkra hljóðfærahópa og má hér sjá 2. fiðlu Ungsveitarinnar við æfingar í Eldborg, undir stjórn Páls Palomares, leiðara í 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitarinnar 2022 stendur frá mánudeginum 12. september til sunnudagsins 25. september. Að þessu sinni verður verkefni Ungsveitarinnar hin glæsilega sinfónía nr. 2 eftir Rakhmanínov undir stjórn Kornilios Michailidis, staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með tónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 25. september kl. 17:00.