EN

6. september 2009

Uppselt á Víking Heiðar í febrúar - aukatónleikar!

vikingur_storSala áskriftakorta og lausamiða á sinfóníutónleika vetrarins gengur velog hefur farið fram út björtustu væntingum.

Uppselt varð strax á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar sem eru febrúar á næsta ári. Þar leikur Víkingur píanókonsert nr. 1 eftir Chopin í tilefni þess að þá verða 200 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins.

Í ljósi mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum föstudagskvöldið 26. febrúar kl. 19.30 og er miðasala hafin.

Stjórnandi á tónleikunum verður finnski stjórnandinn Pietari Inkinen og undir hans stjórn mun hljómsveitin einnig leika sinfóníu nr. 7 eftir Anton Bruckner

 

Kaupa miða