EN

10. ágúst 2009

Miðasala hafin á Ashkenazy 4. september

Það er ávallt stórviðburður í Íslensku tónlistarlífi þegar Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki síður gleðiefni að sonur hans Vovka Ashkenazy verður einleikari á upphafstónleikunum. Hann hefur getið sér gott orð fyrir píanóleik sinn víða um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar koma fram með hljómsveitinni og vel við hæfi að þeir skuli flytja hina stórkostlegu Wanderer-fantasíu Schuberts í útsetningu Lizts þar sem bæði einleikari og hljómsveit njóta sín til fulls. Á efnisskrá tónleikanna er einnig Manfreð-sinfónían eftir Tsjajkovskíj. Miðasala er hafin í Háskólabíói og í síma 545-2500 og hér á vefnum. Kaupa miða