EN

4. nóvember 2009

Úrslit í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Samkeppni Listaháskólans og SÍ um að fá að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum ungra einleikara 14. janúar 2010 fór fram í Háskólabíói 2. og 3. nóvember. Alls tóku ellefu nemendur þátt og dómnefnd úrskurðaði tvo þeirra hæfa til að koma fram á tónleikunum með SÍ. Þeir eru: Helga Svala Sigurðardóttir, flautuleikari og Matthías Sigurðsson, klarínettuleikari. Bæði eru þau nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Því er ljóst að á tónleikunum í janúar munu hljóma flautukonsert eftir Jacques Ibert og klarínettukonsert nr. 2 eftir Carl Maria von Weber.

Dómnefndina skipuðu: Karólína Eiríksdóttir (formaður), Rumon Gamba, Kolbeinn Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, og Bryndís Halla Gylfadóttir.

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar báðum þessum nemendum til hamingju með árangurinn og hlakkar til samstarfsins á nýju ári.