EN

15. október 2009

Vinafélagskynning - Sólskinssinfónían 15. okt.

supa_raudVinafélag Sinfóníhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á Kaffitorginu í Neskirkju fyrir tónleikana 15. október kl. 18.00

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og tónlistastjóri SÍ fjallar um verkin á tónleikum kvöldsins. Verkin verða kynnt á skemmtilegan og lifandi hátt,  með tóndæmum og frásögnum um tónlistina.

Boðið er upp á súpu fyrir kynninguna. Allir tónleikagestir eru velkomnir á kynninguna en þurfa að sjálfsögðu að greiða fyrir súpuna.