EN

8. október 2009

Skólabörnum boðið á tónleika

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður grunnskólabörnum í  4-7 bekk á tónleika í Háskólabíói 8. og 9. október.

Á  tónleikunum mun Sinfóníuhljómsveitin flytja Eldfuglinn eftir Ígor Stavinskíj. Rumon Gamba aðalhjómsveitarstjóri hljómsveitarinnar mun halda um sprotann og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona er sögumaður. Eldfuglinn er bráðskemmtilegt ævintýri og mun Halldóra segja söguna eftir því sem verkinu vindur fram og leiða þannig nemendur inn í undraheim tónlistarinnar.

Í anddyri Háskólabíós verður haldin sýning á myndum af Eldfuglinum sem nemendur teiknuðu í skólanum og sendu til okkar fyrir tónleikana.

Ár hvert heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands leikskóla- og  skólatónleika fyrir um 8000 nema á aldrinum 4-20 ára við frábærar undirtektir. Þetta er fastur liður í fræðslustarfi hljómsveitarinnar ásamt ýmsum öðrum verkefnum sem tengjast tónlistarfræðslu.

Eldufuglinn verður síðan fluttur á fjölskyldutónleikum laugardaginn 10. október kl. 14.00.

Hér má sjá frétt mbl sjónvarps vegna skólatónleika