EN

11. desember 2009

Tónlistarhúsið fær nafnið Harpa

 

 

Í dag, á degi íslenskrar tónlistar, var nafn á nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið opinberað. Efnt var til samkeppni um nafnið í febrúar og í dag var svo greint frá því að nafnið Harpa hefði orðið fyrir valinu.

Af því tilefni var boðið upp á tónlistaratriði, kakó og kleinur í tónlistarhúsinu.

Við óskum Hörpu til hamingju með nafnið.