EN

15. október 2009

Áskrifendum fjölgar um 40%

Sextugasta starsárið hefur farið vel af stað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sala áskriftakorta hefur farið fram úr björtustu vonum og hefur áskrifendum okkar fjölgað um 40% frá síðasta starfsári og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Forsala á  tónleika starfsársins hefur einnig gengið vel og nú þegar hefur verið bætt við fernum aukatónleikum vegna mikillar eftirspurnar.

Aukatónleikar verða á Kvikmyndatónlist John Williams föstudaginn 23. október. Þriðju Jólatónleikunum Sinfóníunnar hefur verið bætt við föstudaginn 18. desember, aukatónleikar verða á Carmina Burana 12. febrúar og á tónleikum Víkings Heiðars 26. febrúar.

Enn er hægt að kaupa Regnbogakort á 4-8 tónleika í miðasölu okkar í Háskólabíó og í síma 545-2500.