Einstakar jólastundir á aðventu
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á einstakar jólastundir í Norðurljósum 17. og 18. desember.
Gestir á jólastundunum eru nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar, Klettaskóla, Arnarskóla, leikskólanum Sólborg og Laufásborg ásamt nemendum af táknmálssviði Hlíðaskóla og börnum og ungmennum í Blindrafélaginu.
Hljómsveitin leikur fjölbreytta jóladagskrá, þar á meðal sérstakan jólaforleik með uppáhalds jólalögum barnanna, en kallað var eftir eftirlætis lögum nemenda skólanna fyrir tilefnið. Ásamt hljómsveitinni koma fram nemendur úr Listdansskóla Íslands ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og Kammerkórnum Aurora. Kynnir er Bolli Könnuson Le Stell leikinn af Níels Thibaud Girerd og um tónsprotann heldur Hjörtur Páll Eggertsson. Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús lítur að sjálfsögðu við.
Jólastundirnar eru haldnar í rólegu og afslöppuðu umhverfi þar sem allir fá að njóta sín og er þetta nú í fjórða sinn sem þær eru haldnar.