Barbara Hannigan og Víkingur Heiðar hljóta Musical America verðlaunin
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar Barböru Hannigan til hamingju með að hljóta Musical America verðlaunin sem listamaður ársins. Verðlaunin eru nú veitt í sextugasta og fjórða sinn. Barbara er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur formlega við stöðunni haustið 2026. Þá hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari einnig sömu verðlaun sem hljóðfæraleikari ársins og óskar hljómsveitin honum sömuleiðis hjartanlega til hamingju.
Bæði Víkingur Heiðar og Barbara Hannigan koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessu starfsári. Víkingur Heiðar er einleikari á 75 ára afmælistónleikum hljómsveitarinnar í mars og Barbara Hannigan syngur og stjórnar hljómsveitinni á lokatónleikum starfsársins í júní.
Hægt er að lesa nánar um verðlaunin á vef Musical America Awards: https://www.musicalamerica.com
Viðtal við Barböru Hannigan sem birtist hjá Musical America
Viðtal við Víking Heiðar sem birtist hjá Musical America