Lalli töframaður á skólatónleikum í vikunni
Í dag buðum við leikskóla- og grunnskólabörnum á tónleika þar sem Lalli töframaður töfraði Sinfóníuhljómsveitina upp úr skónum með aðstoð góðra gesta. Krakkarnir sátu á töfrateppum á gólfinu og létu fara vel um sig í hlýjunni í Norðurljósum á þessum kalda nóvembermorgni.
Richard Schwennicke hélt um tónsprotann en Lalli hélt um sjálfan töfrasprotann. Verkefnið er hluti af metanðarfullu fræðslustarfi hljómsveitarinnar og er enn í þróun með aðstoð barnanna sem koma með góðar ábendingar og svara spurningum að loknum tónleikum.
Tónleikarnir voru haldnir þrisvar og komu gestir meðal annars frá Ártúnsskóla, Tjarnarborg, Vesturbæjarskóla og Leikskólanum Álfabergi.
Við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna.