Minningarorð um Katrínu Árnadóttur
Katrín Árnadóttir, fyrrum fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lést 21. október síðastliðinn.
Katrín lék fyrst með hljómsveitinni aðeins 19 ára gömul, árið 1961. Hún var fastráðin frá árinu 1969 og gengdi stöðu sinni hjá hljómsveitinn til ársins 1994. Samhliða starfinu kenndi hún einnig við Tónlistarskóla Hafnafjarðar og Barnamúsíkskólann ásamt því að sinna ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Við minnumst Katrínar af mikilli hlýju og þökkum fyrir hennar ómetanlegt framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð.