EN

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljómsveitarnámskeið og tónleikar

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2017 stendur frá mánudeginum 28. ágúst til sunnudagsins 24. september. Að þessu sinni verður verkefni Ungsveitarinnar Vorblót Stravinskíjs.

Rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin stjórnar Ungsveitinni í ár. Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum tónleikum í Hörpu, 24. september kl. 17:00.

Prufuspil og umspil um sæti í Ungsveit SÍ 2017 verða haldin fyrir öll hljóðfæri þriðjudaginn 2. og miðvikudaginn 3. maí í Hörpu.

Sækja umsóknareyðublað

Lesa meira

Tónleika­kynningar í Hörpuhorni

2. hæð fyrir framan Eldborg

2. hæð fyrir framan Eldborg

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveitina, býður upp á fimmtán tónleikakynningar í Hörpuhorni á starfsárinu. Hörpuhornið opnar á tónleikadegi kl. 18:00 og gefst gestum tækifæri til að sitja í fallegu umhverfi og kaupa veitingar frá Smurstöðinni. Sjálf kynningin hefst 18:20 og stendur í hálftíma.

Tónleikakynningarnar eru í höndum Árna Heimis Ingólfssonar, listræns ráðgjafa hljómsveitarinnar, Sigurðar Ingva Snorrasonar, klarínettuleikara, Svanhildar Óskarsdóttur, rannsóknardósents á Árnastofnun og Sigríðar St. Stephensen dagskrárgerðarmanns.

 

Sækja tónleikaskrá Um Vinafélagið