EN

Ungir einleikarar

Einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. 

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Hver nemandi flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga, og dómnefndin er skipuð listafólki úr fremstu röð.

Einleikarakeppnin fer fram á haustdögum og í kjölfarið verða nöfn þeirra sem hreppa hnossið birt á hér á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hlutskarpastir í þeirri keppni fá að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum í janúar undir yfirskriftinni Ungir einleikarar.

Sérstök stemning myndast á þessum tónleikum þar sem blístur, stapp og hvatningarhróp eru partur af fagnaðarlátunum.