EN

2017

Fyrirsagnalisti

22. desember 2017 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar tónleikagestum og hlustendum Rásar 1 fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla.

Nýtt ár hefst að venju með Vínartónleikum Sinfóníunnar 4., 5 og 6. janúar 2018. Taktu þátt í gleðinni og fagnaðu nýju ári með okkur.

Lesa meira

18. desember 2017 : Jólagleði um borg og bý

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í sannkölluðu jólaskapi og fer í sína árlegu jólaferð um borg og bý á þriðjudaginn. Hjómsveitin byrjar á heimavelli og heldur opna tónleika kl. 11.30 þar sem flutt verður falleg jólatónlist í Hörpuhorni. Tónleikarnir eru haldnir í góðu samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Að lokum heldur sveitin tónleika í við jólatréð í Kringlunni kl. 16 og léttir gestum lundina í öllu jólaamstrinu.

Lesa meira

13. desember 2017 : Aðventa og nýár hjá Sinfóníunni

Síðustu helgi fyrir jól efnir Sinfónían til fernra Jólatónleika fyrir alla fjölskylduna þar sem hátíðleikinn ræður ríkjum. Nýju ári verður fagnað á Vínartónleikum en þeir eru með allra vinsælustu tónleikum sveitarinnar.

Lesa meira

8. desember 2017 : Þrjár lausar stöður

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu almenns víóluleikara, leiðara í pákudeild og leiðara í óbódeild lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2017.

Lesa meira

21. nóvember 2017 : Beint streymi frá tónleikum 30. nóvember með Víkingi Heiðari

Víkingur leikur píanókonsert nr. 24 eftir Mozart á tvennum tónleikum og verður tónleikunum 30. nóvember sjónvarpað í beinni hér á vef hljómsveitarinnar en uppselt er á báða tónleikana.

Fylgstu með í beinni hér fimmtudaginn 30. nóvember kl. 19:30.

Lesa meira

16. nóvember 2017 : Fagottkvintett í Hörpuhorni

Fagottleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt góðum vinum verða með opna hádegistónleika í Hörpuhorni kl. 12:45 í dag. Á efnisskránni eru þrjú verk eftir Grieg, Brahms og Rakhmanínov í útsetningum fyrir fagottkvartett og kvintett.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira

6. nóvember 2017 : Sinfónían leikur undir Þyrnirós í Eldborg 23. - 25. nóvember

St. Petersburg Festival Ballet snýr aftur í Hörpu og sýnir Þyrnirós við tónlist Tsjajkvoskíj í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða fjórar sýningar dagana 23. - 25. nóvember. Tryggðu þér miða á þessa fjölskylduskemmtun.

Lesa meira

30. október 2017 : Sigurvegarar í keppni Ungra einleikara 2018

Helgina 28. og 29. október  fór fram hin árlega keppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands um að fá að koma fram með hljómsveitinni. 

Hlutskarpastir að þessu sinni voru þau Ásta Kristín Pjetursdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Guðmundur Andri Ólafsson og Romain Þór Denuit. Þau koma fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum þann 11. janúar á næsta ári.

Lesa meira

16. október 2017 : Íslensk tónskáld á Airwaves

Á tónleikum Sinfóníunnar á  Iceland Airwaves í ár hljóma verk eftir fjögur íslensk tónskáld sem vakið hafa mikla athygli á síðustu árum. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt, Dreymi, og bæði Þuríður Jónsdóttir og Hildur Guðnadóttir voru tilnefndar til sömu verðlauna fyrir verkin sem hljóma á þessum tónleikum ásamt Aequora eftir Maríu Huld Markan. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Anna-Maria Helsing.

Lesa meira

16. október 2017 : Sinfónían heimsækir sex grunnskóla í vikunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður á ferð og flugi í vikunni og heimsækir grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin leikur létt og skemmtileg verk fyrir tæplega þúsund nemendur úr sex grunnskólum: Húsaskóla, Háaleitisskóla, Hólabrekkuskóla, Krikaskóla, Smáraskóla og Salaskóla.

Lesa meira
Síða 1 af 5