EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
21. okt. 2017 » 11:30 » Laugardagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Gamlir gullmolar og nýjar útsetningar verða í forgrunni ásamt léttu og skemmtilegu lögunum sem eiga sinn fasta sess á þessari sannkölluðu gæðastund.

  • Kynnir

    Hjördís Ástráðsdóttir

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Sérstakur gestur í Barnastundinni er söngvarinn Egill Ólafsson. Gott er að taka með sér púða til að sitja á.

Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.