EN

Daniel Blendulf

Hljómsveitarstjóri

Sænski hljómsveitarstjórinn Daniel Blendulf hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir túlkun sína. Hann hefur nýverið komið fram m.a. með Sinfóníuhljómsveitinni í Detroit, Fílharmóníuhljómsveitinni í Helsinki og Finnsku útvarpshljómsveitinni. Hann er aðalstjórnandi Dala-sinfóníettunnar, og hefur auk þess komið fram með Fílharmóníuhljómsveit Stokkhólms og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar. Hann hefur stjórnað ýmsum óperum, m.a. Carmen og Don Pasquale, auk þess sem hann frumflutti óperuna Karolinas sömn eftir Anders Eliasson við Konunglegu sænsku óperuna. Þá kemur hann einnig fram víða um heim með eiginkonu sinni, fiðluleikaranum Janine Jansen.