EN

Paul Lewis

Píanóleikari

Enski píanóleikarinn Paul Lewis (f. 1972) ólst upp í Liverpool og hóf sellónám ungur að árum. Hann hóf nám við Chethams-skólann í Manchester 14 ára og þá fór píanónámið á flug. Hann hreppti önnur verðlaun í World Piano Competition í Lundúnum 1994 og þar með var athygli heimsins náð. 

Lewis hefur leikið verk Beethovens víða um heim. Hann flutti allar 32 píanósónötur hans á tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu á árunum 2005-2007, og hljóðritaði þær um leið fyrir Harmonia Mundi. Fyrir þær upptökur fékk hann mikið lof og ein þeirra hlaut Gramophone-verðlaunin 2008. Lewis er eini píanistinn sem hefur leikið alla píanókonserta Beethovens á einni og sömu Proms-hátíðinni, sumarið 2010. Lewis hefur haldið einleikstónleika á Íslandi, í Hörpu árið 2013.