EN

Myndir á sýningu

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
16. nóv. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.

Á þessum tónleikum hljóma þrjú frægustu hljómsveitarverk allra tíma. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er fullur af fjöri, þrótti og glæsileika allt fram til síðasta takts, enda ekki við öðru að búast í einum vinsælasta einleikskonsert allra tíma. Einleikari í konsertinum er hin rússneska Yulianna Avdeeva en hún vakti heimsathygli árið 2010 þegar hún hreppti fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Chopin-keppninni í Varsjá, fyrsti kvenpíanistinn til að vinna þá keppni frá því að Martha Argerich hlaut 1. verðlaun árið 1965. Deutsche Grammophon gaf út upptökur hennar á einleiksverkum eftir Chopin árið 2015 en nýjasti diskur hennar kom út fyrr á þessu ári og hefur að geyma tónlist eftir Johann Sebastian Bach.

Myndir á sýningu eru eitt frægasta verk Músorgskíjs, fjölbreytt tónlist sem fær nýja vídd í litríkum hljómsveitarbúningi Maurice Ravels. Forleikur Debussys var eins konar stefnuyfirlýsing impressjónismans í tónlist, litrík og dulúðleg tónsmíð þar sem innblástur er sóttur í kvæði skáldsins Mallarmé um þrár og drauma skógarpúka í síðdegissvækju.

Því miður þurfti einleikarinn Sergej Krylov að aflýsa komu sinni til landsins vegna veikinda en í hans stað kemur píanistinn Yulianna Avdeeva.

Sækja tónleikaskrá