EN

Saariaho og Sibelius

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
19. jan. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.200 kr.

Kaija Saariaho er eitt dáðasta samtímatónskáld Finnlands og margverðlaunuð fyrir list sína. Tónlist hennar einkennist af dulúð og fíngerðum blæbrigðum enda hefur hún verið kölluð „töframaður hljóðsins“. Hún samdi klarínettkonsertinn handa samlanda sínum, Kari Kriikku, árið 2010, innblásin af veggtepparunu frá miðöldum sem kallast „Stúlkan og einhyrningurinn“ og táknar skilningarvitin fimm. Tímaritið Gramophone sagði um konsertinn að hann væri „töfrandi“ og flutningur Kriikkus á glæsilegri einleiksrullunni hefur vakið aðdáun víða um heim.

Sjötta og síðasta sinfónía Tsjajkovskíjs er svanasöngur hans til lífsins og tónlistarinnar; níu dögum eftir að hann stjórnaði frumflutningi hennar í Sankti Pétursborg var hann allur. Meðan á æfingum stóð á hann að hafa sagt: „Þetta er án efa besta og einlægasta tónsmíð mín, og mér þykir vænna um hana en nokkurt annað verk sem ég hef skapað.“

Anna-Maria Helsing er einn fremsti kvenstjórnandi Norðurlanda og stjórnaði m.a. Konunglegu fílharmóníuhljómsveitinni í Stokkhólmi við afhendingu Nóbelsverðlaunanna 2015.

Tónleikarnir eru hluti af opinnberri hátíðardagskrá í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finna. Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðrar Finna með þrennum tónleikum á vormisseri.

Bein útsending af Youtube-rás Sinfóníunnar.

Sækja tónleikaskrá