EN

Veiða vind - Skólatónleikar

Færeyskt tónlistarævintýri fyrir elstu börn leikskóla ásamt fyrsta og öðrum bekk grunnskóla

Bókunartímabilinu er lokið.

Einstaklega kraftmikið og heillandi færeyskt ævintýri sem byggir á minninu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans.

Þriðjudagur - 26. september 2017 - kl. 09:30
Þriðjudagur - 26. september 2017 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 27. september 2017 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 27. september 2017 - kl. 11:00

Seiðandi danstónlist, kraftmikið slagverk og riddaraleg lúðraköll einkenna þetta framúrskarandi barnaverk. Myndskreytingum Janusar er varpað upp meðan á flutningi ævintýrsins stendur. Íslensk rímnadanslög Jóns Leifs og útsetning Atla K. Petursens á Ólavi Riddararós er kröftug og hressileg tónlist á þjóðlegum nótum sem rímar einkar vel við riddarann og álfastúlkuna. Tónlistarævintýrið er eftir færeyska þríeykið Rakel Helmsdal, rithöfund, Kára Bæk tónskáld og myndskreytinn Janus á Húsagarði.

Dagskrá:
Jón Leifs: Íslensk rímnadanslög
Kári Bæk: Veiða vind, færeyskt tónlistarævintýri
Atli K. Petursen: Ólavur Riddararós

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri
Valur Freyr Einarsson sögumaður