EN

Himnasælusinfónían

Dagsetning Staðsetning Verð
9. jún. 2016 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.400 - 6.900 kr.
  • Efnisskrá

    Modest Músorgskíj Forleikur að Khovanschina, Dögun við Moskvufljót
    Rolf Martinsson Ich denke dein...
    Gustav Mahler Sinfónía nr. 4

  • Hljómsveitarstjóri

    Eivind Aadland

  • Einsöngvari

    Lisa Larsson

Sænska sópransöngkonan Lisa Larsson hefur á glæstum ferli sungið í helstu óperu- og tónleikahúsum heimsbyggðarinnar. Á þessum tónleikum syngur hún ljóðin fimm í verki Martinssons og himinsæluljóðið í ægifagurri 4. sinfóníu Mahlers.
„Ich denke dein...“ eftir sænska tónskáldið Rolf Martinsson var frumflutt í Zürich í ársbyrjun 2015 og hefur síðan hvarvetna vakið mikla hrifningu, m.a. í Helsinki þar sem verkið hreinlega stal senunni af afmælisbarninu Sibeliusi. Verkið samanstendur af fimm frægum ljóðum þriggja þýskra ljóðskálda: Liebes-Lied og Blaue Hortensie eftir Rainer Maria Rilke, Mondnacht eftir Joseph von Eichendorff auk tveggja ljóða Goethes, Die Liebende schreibt og Nähe des Geliebten sem var fyrirmynd Jónasar Hallgrímssonar að ástarljóðinu Söknuður.

Eivind Aadland er einn af virtustu hljómsveitar­stjórum Noregs. Hann var aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Þrándheims á árunum 2004 til 2010. Aadland hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljóm­sveitum Norðurlanda og kemur reglulega fram sem gestastjórnandi með fílharmóníuhljómsveitunum í Björgvin og Ósló, sinfóníuhljómsveitum Stafangurs og Gautaborgar, og Sænsku kammersveitinni. 

„Splunkuný söngvasvíta sænska tónskáldsins Rolfs Martinsson „Ich denke dein...“ bauð upp á óvenju tjáningarríkan og magnaðan tónvef, safaríkan og hástemmdan í senn... Mörg tónskáld hafi reynt að feta í risastór fótspor Richards Strauss en sjaldan hefur útkoman verið eins sannfærandi.“