EN

Guðmundur Andri Ólafsson

Hornleikari

Guðmundur Andri Ólafsson hóf nám í hornleik 8 ára gamall hjá Stefáni Stephensen. Hann lauk framhaldsprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 2014 en þar lærði hann hjá Önnu Sigurbjörnsdóttur og Emil Friðfinnssyni auk þess að sækja tíma hjá Joseph Ognibene. Að loknu framhaldsprófi fór Guðmundur til Þýskalands þar sem hann lærði hjá Esa Tapani við Tónlistarháskólann í Frankfurt. Frá haustinu 2016 hefur hann stundað nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Stefáns Jóns Bernharðssonar og Emils Friðfinnssonar.

Guðmundur hefur leikið í Borgar- og Þjóðleikhúsinu í uppfærslum á Mary Poppins og Spamalot auk þess að hafa komið fram með sinfóníuhljómsveitum landsins. Hann hefur víða komið við undanfarna mánuði, til dæmis leitt horndeild Orkester Norden og Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í nóvember síðastliðnum tók hann þátt í flutningi Ein Heldenleben eftir Richard Strauss með Sinfóníuhljómsveit Íslands.