EN

Ingibjörg Guðjónsdóttir

Einsöngvari

Ingibjörg Guðjónsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og lauk þaðan burtfararprófi árið 1986. Hún stundaði framhaldsnám við Indiana University í Bandaríkjunum en einnig hefur hún notið leiðsagnar Kirsten Buhl-Möller og rúmönsku söngkonunnar Ileanu Cotrubas.

Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum og verið einsöngvari með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum, bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg hefur tvisvar sungið á íslensku óperusviði, árið 1993 í La Bohéme eftir Puccini í Borgarleikhúsinu og árið 2007 í Íslensku óperunni í Skuggaleik, óperu eftir Karólínu Eiríksdóttur. Undanfarin ár hefur hún verið iðin við flutning samtímatónlistar og frumflutt, m.a. verk eftir Karólínu Eíríksdóttur, Hauk Tómasson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þórð Magnússon. Um tíma starfaði Ingibjörg í Kaupmannahöfn en auk fjölbreyttra söngverkefna þar í borg stofnaði hún Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn sem hún stjórnaði í tvö ár.

Ingibjörg hefur gefið út tvær geislaplötur. Óperuaríur (2005) með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Gerrit Schuil og Ó Ó Ingibjörg (2007) þar sem hún syngur íslensk sönglög í frumlegum búningi með bræðum sínum, djasstónlistarmönnunum Óskari og Ómari. Ingibjörg er stofnandi og stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar en einnig starfar hún sem söngkennari við Tónlistarskóla Álftaness og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.