EN

Romain Þór Denuit

Píanóleikari

Romain Þór fæddist árið 1992 í París inn í fjölskyldu tónlistarfólks. Fyrstu tónlistarskrefin voru á víólu í nokkur ár frá 8 ára aldri en hann heillaðist af píanóinu 17 ára gamall. Hann gekk í tónlistarskólann í Charenton-Le-Pont þar sem hann lærði á píanó undir leiðsögn Isabelle Lafitte. Eftir stúdentspróf gekk hann í Tónlistarskólann í Versölum þar sem hann nam hjá Eddu Erlendsdóttur og lauk einleikaraprófi árið 2014 með hæstu einkunn. Hann hélt náminu áfram við sama skóla og lauk Diplome de Perfectionnement. Romain er hálf-íslenskur og ákvað því að flytja til Íslands árið 2016 og sækja um í Listaháskóla Íslands þar sem hann stundar nú nám á BA-stigi undir leiðsögn Peters Máté. Romain hefur mikla ástríðu fyrir tónlist 20. aldar og þá sérstaklega tónlist Prokofievs, Ravels, Scriabins og Rakhmanínovs ásamt mörgum fleirum.