EN

Gone with the Wind

Kvikmyndatónlist

Gone with the Wind er bandarísk bíómynd gerð árið 1939 eftir samnefndri Pulitzerverðlaunasögu Margaretar Mitchell. Sagan gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum borgarastyrjaldarinnar (1861–1865). Max Steiner sem var fæddur í Austurríki  samdi tónlistina. Ameríska kvikmyndastofnunin setur myndina í hóp tíu bestu verka bandarískrar kvikmyndagerðar.