EN
  • Hollywood Hotel

Hollywood Hotel

Kvikmyndatónlist

Kvikmyndin Hollywood Hotel fjallar um saxofónleikara í hljómsveit Bennys Goodman sem vinnur hæfileikakeppni og fær að launum tíu vikna samning í kvikmyndaveri. Þar bíða hans að vonum óvæntar og skoplegar uppákomur. Richard A. Whiting (1891–1938) samdi um ævina tónlist fyrir 36 kvikmyndir og var þessi mynd sú næstsíðasta í röðinni.