EN

Föstudagsröðin

Þrír byltingarmenn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
24. feb. 2017 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 2.800 kr.

Þróun tónlistarinnar hefur alla tíð grundvallast á verkum framsækinna byltingarmanna sem vildu breyta bæði listinni og heiminum. Á þessum tónleikum hljóma verk eftir tvö framsækin tónskáld 20. aldar auk Beethovens sem markaði nýja leið í tónlistinni.

Fransk-ameríska tónskáldið Edgard Varèse samdi risastór hljómsveitarverk innblásin af nið stórborganna, en í hinu kraftmikla Density 21.5 breytir hann einleiksflautunni svo að segja í nýtt hljóðfæri. Verkið dregur heiti sitt af eðlisþyngd platínu, enda samið fyrir platínuflautu. Cage var frumkvöðull þegar kom að hinu breytta píanói þar sem skrúfur og aðrir aukahlutir eru settir milli strengja til að framkalla óvenjulegan slagverkshljóm. Hin glaðværa og skemmtilega sinfónía nr. 4 eftir Beethoven er til marks um að sá mikli byltingarmaður átti sér margar hliðar í listinni.