EN

2014 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

30. maí 2014 : Vinafélagið á Proms -hópferð

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands gengst fyrir hópferð til Lundúna dagana 21. - 24. ágúst í sumar. Föstudaginn 22. ágúst leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á hinni virtu BBC Proms tónlistarhátið í Royal Albert Hall. Proms tónlistarhátíðin, sem haldin er af breska ríkisútvarpinu BBC, er átta vikna löng hátíð sem fer nú fram 120. sumarið í röð og samanstendur dagskráin af tugum hljómsveitartónleika auk minni kammertónleika, samtals um 100 viðburða.

Lesa meira
ashkenazy_listi

4. maí 2014 : Opin æfing með Ashkenazy 6. maí

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna æfingu hjá hljómsveitinni í Eldborg þriðjudaginn 6. maí kl. 16.00.
Hljómsveitin æfir þá fyrir tónleika sem haldnir verða fimmtudaginn 8. maí þar sem heiðursstjórnandi SÍ, Vladimir Ashkenazy, mun stjórna 1. sinfóníu Brahms auk verka eftir Sergej Rakhmanínov og Modest Músorgskíj.
Á hljómsveitaræfingunni á þriðjudag gefst tækifæri á að fylgjast með æfingu á ljóðaflokknum Söngvar og dansar dauðans eftir Músorgskíj undir stjórn Ashkenazy. Barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur einsöng í þessari sérlega áhrifamiklu tónsmíð.

Að æfingu lokinni, um klukkan 17.00, er boðið upp á kaffi í Hörpuhorninu, 2. hæð.

Lesa meira

24. apríl 2014 : Sinfóníuhljómsveit Íslands á BBC Proms í sumar

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið boðið að leika á hátíðinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Ilans Volkov. Tónleikarnir verða haldnir í Royal Albert Hall 22. ágúst nk. Á dagskrá verða bæði íslensk og erlend verk. Hljómsveitin leikur Geysi eftir Jón Leifs og Magma eftir Hauk Tómasson. Þá eru á efnisskránni Píanókonsert eftir Robert Schumann og eitt þekktasta verk tónbókmenntanna, 5. sinfónía Beethovens. 

Lesa meira

23. apríl 2014 : Skólatónleikar á Selfossi með Maxa

Fjórða ævintýrið um tónelsku músina Maxa, Maxímús Músíkús kætist í kór, lítur dagsins ljós nú í vikunni. Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika með nýju ævintýri um Maxa og út kemur falleg bók með geisladiski hjá Forlaginu.


Í nýja ævintýrinu slæst Maxímús Músíkús í för með stórum hópi kórbarna sem eru á leið með rútu upp í sveit í æfingabúðir. Í æfingabúðunum kynnist Maxi mörgum krökkum og lærir skemmtilega söngva frá ýmsum löndum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur fjölda skólatónleika bæði á Selfossi og í Reykjavík og mun leika fyrir um 7000 skólabörn í vikunni. Á skólatónleika á Selfossi koma skólahópar víðsegar að, meðal annars frá Vík í Mýrdal og utan úr Vestmannaeyjum.

Fjöldi kóra koma saman undir heitinu Barna- og unglingakór Íslands og taka þátt í tónleikunum. Þar má nefna Barnakór Selfosskirkju og Unglingakór Selfosskirkju.

Lesa meira

2. apríl 2014 : Sinfónían býður á hádegistónleika 3. apríl

Fimmtudaginn 3. apríl býður sinfóníuhjómsveit Íslands gestum og gangandi á opna hádegistónleika í Flóa í Hörpu. Flutt verður tónlist eftir Mozart, Beethoven og Jón Leifs. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í rúman hálftíma.
Ilan Volkov, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, heldur um tónsprotann og Hallfríður Ólafsdóttir leikur einleik í fallegum flautukonsert Mozarts.

Við hvetjum sem flesta til að koma og nærast á  fallegri tónlist í hádeginu.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!

Lesa meira
ungsveit_stor

31. mars 2014 : Prufuspil í Ungsveit SÍ -

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2014 stendur frá mánudeginum 15. september til sunnudagsins 5. október. Að þessu sinni verða verkefni hljómsveitarinnar Myndir á sýningu eftir Músorgskíj og sinfóníski forleikurinn Rómeó og Júlía eftir Tsjajkovskíj. Finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar Ungsveitinni í ár, annað árið í röð og lýkur námskeiðinu með glæsilegum tónleikum í Hörpu 5. október.

Prufuspil Ungsveitar SÍ 2014 verða haldin fyrir öll hljóðfæri mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. maí í Hörpu.
Nemendur þurfa að sækja um til að leika með hljómsveitinni, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hægt verður að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu SÍ frá og með 24. mars. Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. maí.

Lesa meira

18. mars 2014 : Nicola Lolli ráðinn 1. konsertmeistari SÍ

Nicola Lolli, hefur verið ráðinn í stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun gegna stöðunni við hlið Sigrúnar Eðvaldsdóttur.


Nicola Lolli er fæddur á Ítalíu árið 1980 og er menntaður í fiðluleik frá tónlistarháskólunum í Vín, Lübeck og Graz. Undanfarið hefur hann verið aðstoðarkonsertmeistari hjá Santa Cecilia sinfóníuhljómsveitinni í Róm, auk þess sem hann er konsertmeistari Salieri kammersveitarinnar í sömu borg.


Nicola Lolli hefur setið í sæti 1. konsertmeistara á nokkrum tónleikum hljómsveitarinnar á þessu starfsári en hann tekur formlega við stöðunni í apríl næstkomandi.

Lesa meira

20. febrúar 2014 : Viðurkenning Félags heyrnarlausra

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut viðurkenningu Félags heyrnarlausra sem veitt er fyrirtækjum eða stofnunum sem sýnt hafa fordómaleysi í ráðningum á heyrnarlausu stafsfólki.

Verðlaunin eru veitt Sinfóníuhljómsveitinni fyrir samstaf við Félag heyrnarlausra á Jólatónleikum Litla tónsprotans 2014.

Lesa meira
goi_stor

14. febrúar 2014 : 6000 grunnskólanemar koma í heimsókn í vikunni

Í þessari viku býður Sinfóníuhljómsveit Íslands 6000 grunnskólanemum á skólatónleika í Eldborg í Hörpu.
Á tónleikunum lifnar töfraheimur kvikmyndanna við í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leikur ódauðlegar perlur af hvíta tjaldinu,  glæsilegar syrpur í hljómsveitarbúningi og eftirlætislögin úr ýmsum kvikmyndunum. Tónlistin öðlast nýja vídd í líflegum kynningum og leikrænum tilþrifum leikarans knáa, Góa. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Haldnir verða alls  fimm skólatónleikar að þessu sinni og eru þeir  liður í metnaðarfullu fræðslustarfi sveitarinnar.
Lesa meira
osmo_stor

31. janúar 2014 : 3. sinfónía Mahlers flutt á Listahátíð í vor

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sinfóníu nr. 3 eftir Gustav Mahler undir stjórn Osmo Vänskä í Hörpu föstudaginn 23. maí kl. 19:30.  Bandaríska söngkonan Jamie Barton, Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur taka einnig þátt í þessum viðamikla flutningi á einu helsta meistaraverki Mahlers.

Þessi sinfónía verður ólík öllu öðru sem heimurinn hefur heyrt! Í henni finnur náttúran rödd sína.“ Þannig mælti Gustav Mahler um þriðju sinfóníu sína, sem flutt verður á opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík þann 23. maí í Eldborg, Hörpu.Þessi stórfenglega tónsmíð hefur aðeins einu sinni áður hljómað á Íslandi enda krefst flutningur hennar mikils mannfjölda, um hundrað manna hljómsveitar auk tveggja kóra og einsöngvara. Tónlist þriðju sinfóníunnar er sannarlega fjölbreytt: dramatískir hápunktar, ljóðræn sveitastemning,  ljúfur englasöngur og kyrrlát hugleiðing við kvæði eftir Nietszche. 
Lesa meira